Abstract
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig skólaþjónusta sveitarfélaga stæði að því að tryggja kennurum og skólastjórnendum stuðning til starfsþróunar og að efla skóla sem faglegar stofnanir, sem þeim ber samkvæmt lögum. Rafræn spurningakönnun var lögð fyrir skólastjóra leik- og grunnskóla og þá sem voru í forsvari fyrir skólaþjónustu í sveitarfélögum á Íslandi. Til að fylgja spurningakönnuninni eftir voru valin fimm tilvik og þau rannsökuð sérstaklega. Niðurstöður benda til þess að ekki sé jafnvægi milli meginviðfangsefna skólaþjónustunnar, sem eru að styðja nemendur og foreldra annars vegar og starfsþróun kennara, stjórnenda og annars starfsfólks hins vegar. Margt bendir til þess að skólaþjónustuna skorti skýrari stefnu um skólamiðaða ráðgjöf þar sem betur er skerpt á hlutverki hennar í því að efla og þróa skólana sem faglegar stofnanir og uppfylla þar með reglugerðarákvæði. Í því skyni þurfa yfirvöld og fræðslustjórar að hafa samráð um áherslur og leiðir og tryggja heildstæða þjónustu með áherslu á starfsþróun og skólamiðaða ráðgjöf fyrir starfsfólk skóla í samstarfi við kennara og skólastjórnendur.
Publisher
The Educational Research Institute
Cited by
4 articles.
订阅此论文施引文献
订阅此论文施引文献,注册后可以免费订阅5篇论文的施引文献,订阅后可以查看论文全部施引文献