Að sníða verkfærið að veruleikanum eða veruleikann að verkfærinu? Um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa

Author:

Haraldsdóttir Ragna Kemp,Rafnsdóttir Guðbjörg Linda,Jónsdóttir Guðbjörg Andrea

Abstract

Til að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði var jafnlaunavottun lögfest með séríslenskum jafnlaunastaðli og lögum nr. 56/2017 sem tóku gildi 1. janúar 2018. Markmið staðalsins er að skipulagsheildir komi sér upp stjórnkerfi launa sem tryggi að ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða hvort jafnlaunastaðallinn hafi skilað árangri. Viðtöl voru tekin við starfandi vottunaraðila til þess greina framkvæmd og gagnsemi vottunarinnar. Jafnframt var þróun launamunar kynjanna í launarannsókn Hagstofu Íslands greind fyrir tímabilið 2012-2020. Skipulagsheildir sem höfðu fengið jafnlaunavottun og tóku þátt í launarannsókninni voru bornar saman við óvottaðar skipulagsheildir. Einnig voru borin saman laun karla og kvenna fyrir og eftir jafnlaunavottun. Vottunaraðilar líta á jafnlaunavottun sem farsælt skref í þágu launajafnréttis þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir varðandi regluverk af hálfu stjórnvalda. Munur á reglulegum launum karla og kvenna hefur dregist saman um tæp átta prósentustig á umræddu tímabili en lítill munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hafa fengið vottun og annarra. Því er ekki hægt að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Jafnlaunastaðallinn og umræða um hann gæti hafa haft óbein áhrif í þá veru að draga úr launamun kynja almennt. Þótt jafnlaunastaðallinn hafi aukið gæðastarf við launasetningar þá eru áhyggjur af ónákvæmum vinnubrögðum og því að staðallinn veiti mismunun í launasetningu hefðbundinna kvenna og karlastarfa lögmæti. Skortur á samræmdum aðgerðum skipulagsheilda og vottunaraðila er vandamál sem stjórnvöld þyrftu að bregðast skjótt við með skýrum hætti.

Publisher

Institute of Public Administration and Politics - Icelandic Review of Politics and Administration

Subject

Pharmaceutical Science

同舟云学术

1.学者识别学者识别

2.学术分析学术分析

3.人才评估人才评估

"同舟云学术"是以全球学者为主线,采集、加工和组织学术论文而形成的新型学术文献查询和分析系统,可以对全球学者进行文献检索和人才价值评估。用户可以通过关注某些学科领域的顶尖人物而持续追踪该领域的学科进展和研究前沿。经过近期的数据扩容,当前同舟云学术共收录了国内外主流学术期刊6万余种,收集的期刊论文及会议论文总量共计约1.5亿篇,并以每天添加12000余篇中外论文的速度递增。我们也可以为用户提供个性化、定制化的学者数据。欢迎来电咨询!咨询电话:010-8811{复制后删除}0370

www.globalauthorid.com

TOP

Copyright © 2019-2024 北京同舟云网络信息技术有限公司
京公网安备11010802033243号  京ICP备18003416号-3