Íslenskir blaðamenn í breyttum heimi: Aukin áhersla á klassísk gildi en undir vaxandi þrýstingi

Author:

Guðmundsson Birgir,Ólafsson Jón Gunnar,Jóhannsdóttir Valgerður

Abstract

Í þessari grein er fjallað um rannsókn á viðhorfum íslenskra blaðamanna til hlutverks síns í samfélaginu og upplifun þeirra af utanaðkomandi þrýstingi á störf sín. Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum sem hafa, eins og í öðrum löndum, breytt því hvernig fréttir eru búnar til, þeim dreift og hvernig lesendur nálgast fréttir og jafnframt vakið spurningar um hlutverk fjölmiðla. Vaxandi samkeppni um athygli fólks, áhrif netsins, samfélagsmiðla og áhrifamikilla tæknifyrirtækja hafa meðal annars leitt til fjárhagserfiðleika á íslenskum fjölmiðlamarkaði, gjaldþrota og uppsagna. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort og þá hvernig þessar breytingar hafa haft áhrif á viðhorf blaðamanna til þess hvert þeir telja vera hlutverk sitt í samfélaginu og jafnframt hvort þeir telja utanaðkomandi þrýsting á dagleg störf sín hafa aukist. Rannsóknin felst í spurningakönnun sem lögð var fyrir blaðamenn vorið 2021 (n=239) og eigindlegum viðtölum við þrjátíu blaðamenn. Spurningakönnunin er hluti af alþjóðlegri samanburðarrannsókn, Worlds of Journalism Study (WJS), sem miðar að því að kortleggja starfsaðstæður blaðamanna, viðhorf og vinnuaðferðir þeirra. Niðurstöðurnar eru bornar saman við WJS könnunina frá árinu 2012 (n=209). Niðurstöður sýna að íslenskir blaðamenn leggja meiri áherslu á það nú en áratug áður að hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að veita hlutlægar upplýsingar um það sem gerist í samfélaginu og að veita valdhöfum aðhald. Um leið er ljóst að þeir telja að utanaðkomandi þrýstingur á dagleg störf sín hafi aukist. Það á einkum við um blaðamenn á einkareknum miðlum, en síður um félaga þeirra á Ríkisútvarpinu.  

Publisher

Institute of Public Administration and Politics - Icelandic Review of Politics and Administration

同舟云学术

1.学者识别学者识别

2.学术分析学术分析

3.人才评估人才评估

"同舟云学术"是以全球学者为主线,采集、加工和组织学术论文而形成的新型学术文献查询和分析系统,可以对全球学者进行文献检索和人才价值评估。用户可以通过关注某些学科领域的顶尖人物而持续追踪该领域的学科进展和研究前沿。经过近期的数据扩容,当前同舟云学术共收录了国内外主流学术期刊6万余种,收集的期刊论文及会议论文总量共计约1.5亿篇,并以每天添加12000余篇中外论文的速度递增。我们也可以为用户提供个性化、定制化的学者数据。欢迎来电咨询!咨询电话:010-8811{复制后删除}0370

www.globalauthorid.com

TOP

Copyright © 2019-2024 北京同舟云网络信息技术有限公司
京公网安备11010802033243号  京ICP备18003416号-3