Eru vannýtt tækifæri til að draga úr skattsvikum? Spjótum beint að siðferði og persónuleika

Author:

Steinarsdóttir Arna Laufey,Hermannsdóttir Auður

Abstract

Umfang skattsvika er umtalsvert hér á landi. Sé dregið úr slíkum efnahagsglæpum er hægt að auka tekjur hins opinbera töluvert. Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að varpa ljósi á hvað kunni að skýra það að sumir samfélagsþegnar eru líklegri en aðrir til að svíkja undan skatti. Í því skyni var bæði einblínt á skattasiðferði og persónuleikaeinkenni einstaklinga. Hins vegar var markmiðið að greina hvaða hópa skattgreiðenda sé fýsilegt að miða aðgerðir að með það að leiðarljósi að draga úr skattsvikum. Í gegnum rafrænt hentugleikaúrtak fengust svör frá 593 einstaklingum sem svöruðu spurningalista þar sem áform um skattsvik, skattasiðferði og persónuleiki var mældur. Niðurstöðurnar sýndu að skattasiðferði hefur veigamesta forspárgildið um það hvort fólk sé líklegt til að svíkja undan skatti. Jafnframt reyndust persónuleikaeinkennin heiðarleiki og auðmýkt annars vegar og siðblinda hins vegar skipta töluverðu máli í þessu sambandi. Niðurstöður klasagreiningar leiddu í ljós að ákjósanlegt sé að skipta skattgreiðendum í þrjá hópa sem nefndir voru heiðvirðu samfélagsþegnarnir, hverfulu samfélagsþegnarnir og refjóttu samfélagsþegnarnir. Hinir heiðvirðu eru mjög ólíklegir til að svíkja undan skatti og hafa hátt skattasiðferði. Það væri því ekki skilvirk nýting á fjármagni að einblína á einstaklinga í þeim hópi. Hinir tveir hóparnir, hinir hverfulu og refjóttu, eru hópar sem ætti markvisst að miða á til að draga úr skattsvikum. Fýsilegast er líklega að setja í forgang aðgerðir sem miða að hinum hverfulu þó jafnframt þurfi að huga að hinum refjóttu. Beita þarf ólíkum aðgerðum til að ná til þessara hópa, líkt og farið er yfir í greininni.

Publisher

Institute of Public Administration and Politics - Icelandic Review of Politics and Administration

Subject

Pharmaceutical Science

同舟云学术

1.学者识别学者识别

2.学术分析学术分析

3.人才评估人才评估

"同舟云学术"是以全球学者为主线,采集、加工和组织学术论文而形成的新型学术文献查询和分析系统,可以对全球学者进行文献检索和人才价值评估。用户可以通过关注某些学科领域的顶尖人物而持续追踪该领域的学科进展和研究前沿。经过近期的数据扩容,当前同舟云学术共收录了国内外主流学术期刊6万余种,收集的期刊论文及会议论文总量共计约1.5亿篇,并以每天添加12000余篇中外论文的速度递增。我们也可以为用户提供个性化、定制化的学者数据。欢迎来电咨询!咨询电话:010-8811{复制后删除}0370

www.globalauthorid.com

TOP

Copyright © 2019-2024 北京同舟云网络信息技术有限公司
京公网安备11010802033243号  京ICP备18003416号-3