Meira traust hjá þeim sem meira hafa: Áhrif auðmagns og upplifunar af ójöfnuði á traust til stjórnmála
-
Published:2023-12-14
Issue:2
Volume:19
Page:107-130
-
ISSN:1670-679X
-
Container-title:Icelandic Review of Politics & Administration
-
language:
-
Short-container-title:irpa
Author:
Ólafsdóttir Sigrún,Bernburg Jón Gunnar
Abstract
Í lýðræðisríkjum er mikilvægt að einstaklingarnir beri traust til stjórnmála viðkomandi lands, sér í lagi til þjóðþingsins og þeirra sem þar sitja. Markmiðið með þessari rannsókn er að skoða, með yfirgripsmeiri hætti en áður hefur verið gert, hvernig staða einstaklinga í lagskiptingu íslensks samfélags mótar stjórnmálatraust þeirra. Gögnin koma úr Íslensku félagsvísindakönnuninni sem lögð var fyrir árið 2020. Niðurstöðurnar voru túlkaðar út frá stéttakenningu franska félagsfræðingsins Pierres Bourdieu, sem kveður á um að stéttarstaða ráðist ekki aðeins af efnahagslegu auðmagni heldur einnig menningarlegu, félagslegu og táknrænu auðmagni. Við kynnum jafnframt til sögunnar nýjar og ítarlegar mælingar okkar á þessum helstu víddum auðmagns. Niðurstöður okkar benda til þess að efnahagslegt auðmagn (kaupgeta) og táknrænt auðmagn (huglæg virðingarstaða) auki stjórnmálatraust, að hluta til vegna þess að þeir sem búa yfir miklu auðmagni telja síður að tekjuójöfnuður hérlendis sé vandamál.
Publisher
Institute of Public Administration and Politics - Icelandic Review of Politics and Administration
Subject
Pharmaceutical Science