„Segðu satt“: Pólitískt traust og væntingar til stjórnmálafólks á Íslandi, 2020-2023
-
Published:2023-12-14
Issue:2
Volume:19
Page:71-106
-
ISSN:1670-679X
-
Container-title:Icelandic Review of Politics & Administration
-
language:
-
Short-container-title:irpa
Author:
Valgarðsson Viktor Orri,Sigurgeirsdóttir Sigurbjörg
Abstract
Pólitískt traust hrundi á Íslandi árið 2008 og náði sér ekki á strik næstu ár þrátt fyrir verulegan efnahagsbata. Árin 2021-2022 virtist traustið hafa náð fyrri hæðum, en óljóst er hvort það var tímabundin aukning vegna heimsfaraldurs eða merki um varanlega þróun. Í þessari rannsókn skoðum við þróun pólitísks trausts á Íslandi undanfarin ár, með áherslu á tvær ólíkar uppsprettur þess: hæfni annars vegar og heilindi hins vegar. Okkar tilgáta er sú að hrunið hafi ekki bara laskað álit íslensks almennings á hæfni stjórnmálafólks, heldur líka á heilindum þeirra. Við prófum tilgátuna óbeint með því að skoða sambandið á milli pólitísks trausts og ólíkra væntinga almennings til stjórnmálafólks, með gögnum úr könnunum tímabilið 2020-2023. Niðurstöðurnar benda til þess að þau sem leggja meiri áherslu á heilindi stjórnmálafólks treysti alþingismönnum minna en þau sem leggja meiri áherslu á hæfni treysti þeim meira, að teknu tilliti til flokksvals og lýðfræðilegra þátta. Sömuleiðis benda niðurstöðurnar til þess að almenningur hafi árin 2020-2022 lagt mesta áherslu á eiginleika sem tengjast hæfni stjórnmálafólks en árið 2023 hafi áherslan færst yfir á heilindi og þá hafi pólitískt traust minnkað aftur á svipað stig og fyrir faraldur.
Þessar niðurstöður benda til þess að þegar íslenskur almenningur leggur áherslu á heilindi í stjórnmálum sé pólitískt traust lágt, en þegar hæfni þykir skipta meira máli sé traustið hærra. Þetta gæti skýrt hvers vegna pólitískt traust virðist enn ekki hafa náð sér eftir fjármálahrunið þrátt fyrir efnahagsbata, ef íslenskt stjórnmálafólk hefur enn ekki endurheimt orðspor sitt fyrir heilindi.
Publisher
Institute of Public Administration and Politics - Icelandic Review of Politics and Administration
Subject
Pharmaceutical Science