Abstract
Fagstétt grunnskólakennara á talsvert undir högg að sækja á Íslandi. Lág laun kennara virðast endurspegla takmarkaða virðingu opinberra aðila fyrir því starfi sem unnið er í grunnskólum landsins og kennsla á grunnskólastigi felur í sér umtalsverða lífskjarafórn fyrir háskólamenntaða kennara og fjölskyldur þeirra. Flótti reyndra kennara úr stéttinni, æ færri nýnemar í kennaranámi og hækkandi meðalaldur starfandi kennara mun því að líkindum leiða til alvarlegs ástands í skólum landsins á komandi árum. Kjarasamningar undanfarinna ára hafa jafnframt skert faglegt sjálfstæði stéttarinnar með aukinni viðveruskyldu, nákvæmum útlistunum á einstökum starfsþáttum og auknu valdi skólastjórnenda yfir símenntun og endurmenntun kennara.
Publisher
Institute of Public Administration and Politics - Icelandic Review of Politics and Administration
Cited by
1 articles.
订阅此论文施引文献
订阅此论文施引文献,注册后可以免费订阅5篇论文的施引文献,订阅后可以查看论文全部施引文献
1. Promoting a More Sustainable and Inclusive World;Second International Research Handbook on Values Education and Student Wellbeing;2023