„COVID bjargaði mér“: störf kennara í fyrstu bylgju heimsfaraldurs

Author:

Björnsdóttir KristínORCID,Ásgrímsdóttir Eiríksína Eyja

Abstract

Sá fáheyrði atburður gerðist snemma árs 2020 að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir heimsfaraldri af völdum COVID-19 veirunnar. Smit bárust til Íslands og líkt og í öðrum löndum heims var brugðist við með samkomubanni og fjarlægðarreglum, sem varð til þess að skólastarf raskaðist og kennarar þurftu að breyta kennsluháttum og skipulagi. Þrátt fyrir að íslenskir grunnskólanemendur hafi átt kost á að sækja sinn skóla hluta úr degi varð veruleg röskun á skólastarfi. Á Íslandi er skóli án aðgreiningar yfirlýst skólastefna þar sem mætt skal þörfum nemenda á einstaklingsgrundvelli. Í greininni er sagt frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar á upplifun og reynslu kennara í grunnskólum án aðgreiningar á tímum COVID-19. Sjónum er beint sérstaklega að upplifun og reynslu kennara af skólastefnunni fyrir tíma heimsfaraldurs og því síðan lýst hvaða áhrif heimsfaraldurinn hafði á störf þeirra og aðstæður nemenda. Í greininni er hugmyndum Michel Foucault um stjórnvaldstækni (e. governmentality) beitt í þeim tilgangi að útskýra hvernig kennurum og skólastarfi er stjórnað. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 14 grunnskólakennarar sem allir störfuðu á miðstigi eða höfðu reynslu af kennslu á miðstigi. Viðtöl voru tekin á tímabilinu febrúar–september 2020. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir kennarar sem tóku þátt í rannsókninni hafi bæði upplifað jákvæð og neikvæð áhrif COVID-19 faraldursins á störf sín og líðan. Þeir lýstu mikilli stýringu og eftirliti með skólastarfi sem þeir töldu breytast við neyðarstig almannavarna og upplifðu aukið frelsi. Þeir töldu sig njóta meira trausts til að stýra betur með hvaða hætti þeir skipulögðu kennslu og nám. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heimsfaraldurinn og viðbrögð við honum afhjúpuðu aðstöðumun milli skóla og heimila hvað tölvutækni varðar. Um leið og kennarar sáu jákvæðar hliðar á skertu skólastarfi verður ekki horft fram hjá því að ákveðin forréttindahyggja ríkti við neyðarstigið sem hefur hvað mest áhrif á þá nemendur sem standa höllum fæti í skólakerfinu sökum fötlunar, heimilisaðstæðna og uppruna.

Publisher

The Educational Research Institute

Subject

General Engineering

Cited by 3 articles. 订阅此论文施引文献 订阅此论文施引文献,注册后可以免费订阅5篇论文的施引文献,订阅后可以查看论文全部施引文献

同舟云学术

1.学者识别学者识别

2.学术分析学术分析

3.人才评估人才评估

"同舟云学术"是以全球学者为主线,采集、加工和组织学术论文而形成的新型学术文献查询和分析系统,可以对全球学者进行文献检索和人才价值评估。用户可以通过关注某些学科领域的顶尖人物而持续追踪该领域的学科进展和研究前沿。经过近期的数据扩容,当前同舟云学术共收录了国内外主流学术期刊6万余种,收集的期刊论文及会议论文总量共计约1.5亿篇,并以每天添加12000余篇中外论文的速度递增。我们也可以为用户提供个性化、定制化的学者数据。欢迎来电咨询!咨询电话:010-8811{复制后删除}0370

www.globalauthorid.com

TOP

Copyright © 2019-2024 北京同舟云网络信息技术有限公司
京公网安备11010802033243号  京ICP备18003416号-3