Depurð meðal skólabarna á Íslandi

Author:

Arnarsson ÁrsællORCID

Abstract

Sú skoðun að kynslóðin sem nú vex úr grasi sé útsettari fyrir depurð en þær sem á undan hafa komið er útbreidd bæði á meðal almennings og fagaðila. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig algengi daglegrar depurðar íslenskra unglinga breyttist á árunum 2006–2018 og hvaða þættir tengdust daglegri depurð í fyrirlögn árið 2018. Notuð voru gögn úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólabarna (e. Health Behaviour in School-Aged Children - HBSC). Frá árinu 2006 hefur þessi rannsókn verið lögð fyrir í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi og í síðustu fyrirlögn veturinn 2017–2018 fengust svör frá 7.159 nemendum. Niðurstöðurnar sýndu að tíðni daglegrar depurðar hafði aukist um þriðjung á tímabilinu, eða úr 5,8% árið 2006 í 7,6% árið 2018. Mjög slæm fjárhagsstaða fjölskyldu og svefnörðugleikar á hverri nóttu 25-földuðu líkurnar á því að unglingar fyndu fyrir depurð á hverjum degi. Að finnast maður vera alltof feitur 13-faldaði líkurnar, tíð áfengisneysla tífaldaði þær og einelti oft í viku nífaldaði þær. Þeir unglingar sem skilgreindu kyn sitt sem „annað“ en strákur eða stelpa, voru átta sinnum líklegri en jafnaldrar þeirra til að finna fyrir depurð daglega. Sama átti við um þá sem reyktu sígarettur eða kannabis reglulega. Fimmföldun á áhættu sást meðal þeirra sem notuðu rafrettur reglulega, áttu slök tengsl við foreldra eða við skóla. Slök vinatengsl þrefölduðu líkurnar. Aðrir þættir sem um það bil tvöfölduðu líkurnar voru annað fæðingarland unglings en Ísland og fæðingarland foreldra hans. Stelpur voru líka tvöfalt líklegri en strákar til að finna fyrir depurð nær daglega. Enn aðrir þættir höfðu veikari fylgni. Þannig voru 10. bekkingar helmingi líklegri en 6. bekkingar til að finna fyrir depurð daglega og óeðlileg skjánotkun jók líkurnar um 60%. Af niðurstöðunum má ráða að tíðni daglegrar depurðar meðal íslenskra unglinga hefur sannarlega aukist. Ýmsir þættir hafa fylgni við depurð unglinga en líklegast er að aukning í svefnörðugleikum skýri mest af þeirri aukningu sem sést.

Publisher

The Educational Research Institute

Subject

General Engineering

Cited by 2 articles. 订阅此论文施引文献 订阅此论文施引文献,注册后可以免费订阅5篇论文的施引文献,订阅后可以查看论文全部施引文献

同舟云学术

1.学者识别学者识别

2.学术分析学术分析

3.人才评估人才评估

"同舟云学术"是以全球学者为主线,采集、加工和组织学术论文而形成的新型学术文献查询和分析系统,可以对全球学者进行文献检索和人才价值评估。用户可以通过关注某些学科领域的顶尖人物而持续追踪该领域的学科进展和研究前沿。经过近期的数据扩容,当前同舟云学术共收录了国内外主流学术期刊6万余种,收集的期刊论文及会议论文总量共计约1.5亿篇,并以每天添加12000余篇中外论文的速度递增。我们也可以为用户提供个性化、定制化的学者数据。欢迎来电咨询!咨询电话:010-8811{复制后删除}0370

www.globalauthorid.com

TOP

Copyright © 2019-2024 北京同舟云网络信息技术有限公司
京公网安备11010802033243号  京ICP备18003416号-3