Innflytjendafjölskyldur með fötluð börn:
-
Published:2020-01-06
Issue:1
Volume:28
Page:
-
ISSN:2298-8408
-
Container-title:Tímarit um uppeldi og menntun
-
language:
-
Short-container-title:TUUOM
Author:
Egilson Snæfríður Þóra,Skaptadóttir Unnur Dís,Ottósdóttir Guðbjörg
Abstract
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig innflytjendafjölskyldur sem eigafötluð börn takast á við daglegt líf hér á landi, samskipti þeirra við nærsamfélagið ogþjónustukerfin sem ætlað er að styðja fjölskyldur fatlaðra barna. Rannsóknarsniðiðvar eigindlegt og byggðist á viðtölum við foreldra og þátttökuathugunum á heimilumþeirra. Tólf innflytjendafjölskyldur tóku þátt í rannsókninni. Þær höfðu dvalið áÍslandi allt frá 18 mánuðum til 20 ára og áttu samtals 16 fötluð börn. Reynsla fólksinsvar margþætt og breytileg en staða margra fjölskyldna var erfið, þær stóðu einar oghöfðu lítið stuðningsnet. Þótt samanburðurinn við upprunalandið væri hugsanlegahagstæður gat reynst erfitt að takast á við og samþætta viðfangsefni daglegs lífs.Óvissa í húsnæðismálum, atvinnumálum og fjármálum mótaði líf margra. Tungumálakunnátta,tryggur fjárhagur, öruggt húsnæði og viðeigandi stuðningur réðmestu um það hvernig fjölskyldunum farnaðist í nýju landi. Mikilvægt er að hugaað samskiptum og upplýsingagjöf í þjónustu við innflytjendafjölskyldur með fötluðbörn og hafa menningarhæfni að leiðarljósi.
Publisher
The Educational Research Institute