Virðing: Lykilþáttur í kynheilbrigði ungs fólks
-
Published:2020-01-28
Issue:2
Volume:28
Page:
-
ISSN:2298-8408
-
Container-title:Tímarit um uppeldi og menntun
-
language:
-
Short-container-title:TUUOM
Abstract
Í íslenskum og erlendum samfélögum bendir margt til þess að vanvirðingar gæti gagnvart kynverund einstaklingsins og er MeToo-byltingin dæmi um viðbragð við þeim vanda. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hugtökin virðingu og vanvirðingu í sambandi við kynheilbrigði ungs fólks og út frá rétti þess til kynheilbrigðis. Gerð var endurgreining á tveimur eigindlegum rannsóknum sem byggðust á viðtölum við unga menn. Einnig var byggt á MeToo-frásögnum af kynferðisofbeldi gagnvart unglingsstúlkum. Gögnin voru greind út frá virðingu og vanvirðingu. Niðurstöður sýna að sjálfsvirðing er ungum karlmönnum mikilvæg í jafningjahópum en einnig við kaup og notkun smokka. Þeim finnst mikilvægt að virða samþykki hins aðilans og telja virðingu vera einn af lykilþáttum góðs kynlífs. Vanvirðing ungra manna birtist í umræðu um ráðandi karlmennsku en einnig þegar samþykki fyrir samförum er hunsað. Lýsingar á nauðgun unglingsstúlkna sýna fram á mikla vanvirðingu gagnvart rétti þeirra til kynheilbrigðis. Niðurstöðurnar benda til þess að virðing sé mikilvæg fyrir vellíðan einstaklingsins sem kynveru og hið gagnstæða gildi um vanvirðingu. Fræða þarf ungt fólk um rétt þess til kynheilbrigðis og um einkennandi þætti heilbrigðs kynferðislegs sambands.
Publisher
The Educational Research Institute