Abstract
Mikilvægt er að samtal og samstarf eigi sér stað milli hagsmunaaðila sem koma að menntun leikskólakennara til að hver viti um annan og þeir geti verið samstíga til framtíðar. Markmið rannsóknarinnar, sem hér er greint frá, var að kanna upplifun nokkurra hagsmunaaðila, leiðsagnarkennara á vettvangi, stjórnenda við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og sveitarstjórnarfólks í meirihluta á sveitarstjórnarstigi, af samstarfi um vettvangsnám leikskólakennaranema og viðhorf þeirra til vettvangsnámsins. Eigindleg einstaklingsviðtöl voru tekin við stjórnmálamenn sem sátu í fræðsluráðum, leiðsagnarkennara með leiðsagnarnám að baki og háskólakennara í ábyrgðarstöðum, alls 12 viðmælendur. Niðurstöður sýndu að þátttakendum fannst að bæta mætti samráð og samstarf milli hagsmunaaðila um vettvangsnám leikskólakennaranema. Viðhorf til vettvangsnámsins var jákvætt og lögðu flestir áherslu á gildi þess fyrir fagmennsku leikskólakennaranema. Í niðurstöðum mátti greina áhuga þátttakenda á að efla samvinnuna og að þeir væntu þess að það tækist með auknu samráði. Niðurstöður benda einnig til þess að mikilvægt sé að efla samstarfið milli hagsmunaaðila sem koma að menntun leikskólakennara og efla þátt skólaskrifstofa
Publisher
The Educational Research Institute