Abstract
Mikilvægt er að standa vörð um jafnrétti kynjanna á tímum Covid 19 þar sem búast má við bakslagi, bæði vegna þess að staða undirskipaðra hópa versnar enn frekar og á óvissutímum er hætta á að jafnréttisáherslur mæti afgangi. Í greininni eru tilkynningar rektors Háskóla Íslands til nemenda og starfsfólks í kórónuveirufaraldrinum greindar út frá sjónarmiðum kynjajafnréttis. Gögn rannsóknarinnar samanstanda af 96 tilkynningum sem sendar voru á tímabilinu febrúar 2020 til maí 2021. Gögnin, um 11.000 orð, voru orðræðugreind. Helstu niðurstöður eru þær að áhersla er lögð á kennslu og stuðning við nemendur, vinnu sem konur sinna í meiri mæli en karlar. Um leið er lögð áhersla á að halda uppteknum hætti varðandi rannsóknavirkni þrátt fyrir breyttar aðstæður, áhersla sem karlar virðast frekar geta tileinkað sér. Þannig er staða Háskóla Íslands sem háskóla í fremstu röð í forgrunni og fjölskyldu- og jafnréttisstefna í bakgrunni
Publisher
The Educational Research Institute