Abstract
Rannsóknin er um fyrstu tvö ár sjö kennslukarla í starfi sem grunnskólakennarar. Spurt var: Hvaða og hvers konar formlegir sem óformlegir þættir í skólunum reyndust styðjandi við starf nýju kennslukarlanna? Fram kom að formleg leiðsögn var takmörkuð en margt í starfi skólanna reyndist þeim notadrjúgt, þar með taldar góðar móttökur og vinsamlegt viðmót. Samvinnan við aðra kennara, óformleg eða í formlegri teymiskennslu, virtist vera sá styðjandi þáttur sem mestu skipti fyrir viðmælendur. Í sumum skólanna voru sérstakir karlaklúbbar sem viðmælendur töldu jákvæða fyrir aðlögun sína að starfinu. Í lok greinarinnar eru settar fram fimm leiðir til að styðja nýliða í kennarastarfinu: Í fyrsta lagi að efla formlega leiðsögn eins leiðsagnarkennara við hvern nýliða, í öðru lagi að tengja formlegu leiðsögnina við teymiskennslu, í þriðja lagi nýliðakaffi, í fjórða lagi að skoða hvort kynjaskiptir klúbbar nýliða komi að notum og loks að tekið verði upp reglubundið áhorf í kennslustofum nýliða
Publisher
The Educational Research Institute
Cited by
1 articles.
订阅此论文施引文献
订阅此论文施引文献,注册后可以免费订阅5篇论文的施引文献,订阅后可以查看论文全部施引文献