Abstract
Starfendarannsóknir eru rannsóknir sem gjarnan eru gerðar af starfandi kennurum og stundum í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Markmiðið er að breyta og bæta starf og starfshætti og hefur nálgunin reynst vel fyrir starfsþróun kennara. Í þessari rannsókn unnu sjö leikskólakennarar að eigin starfsþróun í nánu samstarfi við einn háskólakennara. Í greininni er gerð grein fyrir ávinningi og áskorunum sem þátttakendur upplifðu í gegnum ferli starfendarannsóknarinnar. Niðurstöðurnar sýna að leikskólakennurunum fannst ferlið hafa haft jákvæð áhrif á starfsþróun þeirra, á starfið í leikskólanum og á nám og velferð barnanna. Helstu áskoranir tengdust tímaskorti, óvissu um rannsóknarferlið og hvernig væri hægt að hafa áhrif á starfið í leikskólanum í heild. Samstarf við háskólakennara var talið lykilatriði fyrir velgengni í rannsóknarferlinu, auk samstarfs kennara innan leikskólans.
Publisher
The Educational Research Institute
Cited by
1 articles.
订阅此论文施引文献
订阅此论文施引文献,注册后可以免费订阅5篇论文的施引文献,订阅后可以查看论文全部施引文献